Solna Vikings komst á topp sænsku deildarinnar í gær þegar liðið lagði Uppsala 85-73 á heimavelli. Solna hefur leikið 14 leiki eins og Sundsvall en Plannja og Norrköping eiga leik til góða og geta komist upp að hlið Solna.
Helgi Magnússon skoraði 9 stig og tók 7 fráköst á þeim 25 mínútum sem hann lék. Stigaskor Solna dreifðist vel og voru 5 leikmenn með 10 stig eða meira, stigahæstir voru Martin Pahlmblad og Andrew Mitchell með 16 stig hvor.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: Magnus Neck