TCU skólalið Helenu Sverrisdóttur var ekki lengi að jafna sig á fyrsta tapinu sínu sem kom þann 21. nóvember síðastliðinn. Á aðfararnótt þriðjudags valtaði TCU yfir Texas Southern 55-85.
Helena var með 12 stig í leiknum líkt og Emily Carter en þær voru stigahæstar í liði TCU. Helena lék í 22 mínútur og var líka með 6 stoðsendingar, 3 fráköst og 3 stolna bolta.
 
Næst liggur leið Helenu og TCU til Bahamaeyja þar sem liðið leikur tvo leiki á jafn mörgum dögum. Sá fyrsti er gegn Minnesota skólanum þann 27. nóvember og þann 28. nóvember leikur TCU gegn Kansas eða Xavier skólanum.