Í kvöld verður leikin heil umferð í Iceland Express deild kvenna en það er áttunda umferð deildarinnar. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Topplið KR tekur á móti nýliðum Njarðvíkur í DHL-Höllinni. KR hefur unnið alla deildarleiki sína en Njarðvíkingar, þrátt fyrir að vera á botninum, hafa unnið tvo leiki til þessa.
 
Stórslagur Keflavíkur og Hamars fer fram í Toyota-Höllinni í Reykjanesbæ en Hamar er í 2. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Keflavík situr í 4.-5. sæti ásamt Haukum með 6 stig.
 
Í Stykkishólmi mætast Snæfell og Valur en þessi tvö lið sitja á botninum ásamt Njarðvík, öll með fjögur stig eftir tvo sigurleiki.
 
Loks mætast Íslandsmeistarar Hauka og Grindavík í Röstinni í Grindavík.