Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla er nú lokið. Hamarsmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Grindvíkinga á útivelli, 87-77. Snæfellingar unnu stórsigur á Fjölni 109-79 og á Selfossi vann Keflavík FSu 75-63.
 
 

Hlynur Bæringsson var í miklum ham á sínum heimavelli og skoraði 32 stig auk þess að taka 12 fráköst. Næstur honum í stigaskorinu var Sigurður Þorvaldsson með 27 stig en fyrir gestina skoraði Chris Smith 33 stig og tók 13 fráköst.
 
Á Selfossi skoraði Rashon Clark 24 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflavík en Corey Lewis var stigahæstur heimamanna með 20 stig og þá tók hann 10 fráköst.
 
Spennan í Grindavík var mikil í lokin en Hamarsmenn höfðu mest haft 20 stiga forystu. Andrey Dabney var í miklu stuði og skoraði 34 stig fyrir Hamar en Þorleifur Ólafsson var eini maðurinn sem virtist með meðvitund hjá þeim gulu og skoraði 32 stig.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: Jóhann Tr. Sigurðsson