Strákarnir í Njarðvík voru ósigraðir í deildinni áður en þeir kíktu til Hveragerðis. Ljóst var að þeir ætluðu ekki að gefa neitt eftir.
 
Strákarnir í Njarðvík voru ósigraðir í deildinni áður en þeir kíktu til Hveragerðis. Ljóst var að þeir ætluðu ekki að gefa neitt eftir.
 
Njarðvík byrjaði betur og var það Magnús Gunnarsson sem opnaði leikinn með eina af sínum frægu þristum. Eftir 3 mínútur var staðan orðin 4-9 gestunum í vil. Njarðvík héldu ótrauðir áfram og komust í 8-21 og þá var Gústa Björgvins, þjálfara Hamars, nóg boðið og tók leikhlé. Eftir leikhléið skoruðu Hamars-menn 7 stig í röð, og staðan orðin 15-21. 1. Leikhluta lauk svo með 11 stiga sigri Njarðvíkur, 18-29.
 
Það var eins og að allt annað Hamars-lið væri á vellinum í 2. Leikhluta. Þegar 3 mínútur voru liðnar af honum var staðan allt í einu orðin 30-31 og Njarðvík réð ekki neitt við neitt. Hamar réð ferðinni það sem eftir var af fyrrihálfleiknum og lauk honum 50-45 en Marvin Valdimarsson og Ragnar Nathanaelsson voru báðir komnir með 3 villur og þyrftu að passa sig í seinni hálfleik. Páll Helgason var hinsvegar að gera góða hluti fyrir Hamar, kominn með 5 stig og 7 fráköst.
 
Liðin komu bæði ágætlega stemmd í seinni hálfleikinn og jafnt var á með þeim þangað til í stöðunni 56-57 fyrir Njarðvík. Suðurnesjamennirnir spíttu þá í lófana og juku forskotið jafnt og þétt og 6 stig skyldu liðin svo að fyrir lokaleikhlutann 64-70.
 
Hamars-menn ógnuðu forystu Njarðvíkinga aldrei eftir þetta og fóru þeir með öruggan 11 stiga sigur 89-100. Njarðvíkingar enn ósigrandi í deildinni og erfitt gæti reynst að stoppa þá.
 
Dómarar leiksins, þeir Björgvin og Rögnvaldur hefðu mátt fylgjast örlítið betur með leiknum því ýmis atriði fóru framhjá þeim hjá báðum liðum.
 
Hjá Njarðvíkingum var það Magnús Gunnarsson 32 stig og þar af 7/15 í þristum. Næstur á eftir honum var Jóhann Árni Ólafsson með 22 stig og 8 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson setti 15 stig og Páll Kristinsson 11.
 
Hjá heimamönnum var það Andre Dabney sem fór mikinn á vellinum og setti 40 stig og fiskaði 12 villur. Marvin Valdimarsson setti 16 stig og Páll Helgason stóð sig vel með 13 stig og 10 fráköst. Páll setti 3 af 4 þristum sínum. Ragnar Nathanaelsson og Oddur Ólafsson settu báðir 5 stig.
 
 
Pistill: Jakob F. Hansen
Myndir: Sævar Logi Ólafsson
Áhorfendafjöldi: 194