Halldór Gunnar Jónsson leikmaður meistaraflokks ÍA í 1. deild karla var í dag dæmdur í tveggja leikjabann af Aga og úrskurðanefnd KKÍ. Á heimasíðu ÍA www.ia.is kemur fram að Skagamenn séu allt annað en sáttir við bannið.
Fréttin af heimasíðu ÍA:
 
Hann (Halldór) fékk brottrekstravillu í þar síðasta leik á móti Haukum og tekur bannið gildi í næsta leik á móti KFÍ. Það er dýrt að missa Halldór út í næstu tveim leikjum en hann hefur gert 15 stig að meðaltali í vetur.
 
Skagamenn hafa beðið eftir niðurstöðu úr þessu máli í heila viku en þá átti aganefnd að taka þetta mál fyrir. Það verður segjast alveg eins og er að þetta eru ekki boðleg vinnubrögð hjá aganefnd og eru Skagamenn verulega óhressir hversu seint þessi dómur kemur.
 
Þetta truflaði eðlilega undirbúning liðsins alla síðustu viku fyrir Valsleikinn sem var á föstudaginn. Aganefnd kórónar þetta svo með því að setja Halldór í tveggja leikjabann sem er mjög strangt og hann missir af mikilvægum leik á Egilsstöðum 10 Desember.
 
Í skýrslu sem dómarar leiksins gerðu eftir leik ÍA og Hauka, lýsa þeir atvikinu kolröngu og það er með hreinum ólíkindum að þeir komist upp með það.
 
Ljósmynd/ Á myndinni er Halldór Gunnar Jónsson, leikmaður ÍA.