Boston, Cleveland og Phoenix héldu áfram góðu gengi sínu með sigrum í nótt. Þá tryggði Michael Beasley Miami sigur á Orlando í grannaslag með viðstöðulausri troðslu um leið og leiktíminn rann út. Þá vann New Orleans góðan sigur á Milwaukee í framlengdum leik, en Hornets hafa verið að standa sig vel þrátt fyrir fjarveru Chris Paul. Loks töpuðu NJ Nets enn einu sinni og hafa tapað öllum 15 leikjum sínum í vetur.
Úrslit næturinnar:
 
Indiana 86 LA Clippers 73
Charlotte 116 Toronto 81
Orlando 98 Miami 99
Boston 113 Philadelphia 110
Detroit 88 Cleveland 98
New Orleans 102 Milwaukee 99
Minnesota 111 Denver 124
Houston 99 Dallas 130
San Antonio 118 Golden State 104
Phoenix 126 Memphis 111
Sacramento 111 New York 97
Portland 93 New Jersey 83