Pau Gasol lét strax til sín taka í sínum fyrsta leik í vetur þegar LA Lakers unnu öruggan sigur á Chicago Bulls. Lakers hafa saknað Spánverjans í upphafi leiktíðar þar sem liðið hefur staðið og fallið með stjörnu sinni Kobe Bryant. Gasol var með 24 stig og 13 fráköst fyrir Lakers sem geta loks stillt fram sínu sterkasta liði. Miðherjinn Joakim Noah, sem hefur átt fyrirtaks leiki með Chicago í vetur, var besti maður Bulls og var með 12 stig og 15 fráköst.

 
 
Tveir aðrir leikir fóru fram í nótt þar sem Utah lagði San Antonio og New Orleans vann Phoenix óvænt.
Hér eru úrslit næturinnar:
 
New Orleans 110 – Phoenix 103
San Antonio 83 – Utah 90
LA Lakers 108 – Chicago 93