Fimmtu umferð í Iceland Express deild kvenna lauk í kvöld með þremur viðureignum þar sem Keflvíkingar komust loks á blað með 66-80 sigri á grönnum sínum í Njarðvík. Versta byrjun Keflavíkur í efstu deild er því að baki en með sigrinum sendu þær nýliða Njarðvíkur á botn deildarinnar.
Að Ásvöllum tóku Íslandsmeistarar Hauka á móti Val og urðu lokatölur 71-57 Haukum í vil. Í Grindavík var svo mikill slagur þegar gular fengu Hamar í heimsókn og urðu lokatölur 58-63 Hamri í vil.
 
nonni@karfan.is  
Mynd/
Bryndís Guðmundsdóttir gerði 20 stig gegn Njarðvík