Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska skólaliðinu TCU töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina er þær heimsóttu Oklahoma skólann. Lokatölur leiksins voru 74-70 fyrir Oklahoma þar sem Helena var með tvennu, 14 stig og 10 fráköst.
Staðan var 72-70 Oklahoma í vil þegar 12 sekúndur voru til leiksloka en TCU varð að brjóta og heimaliðið setti niður bæði vítin og þar lá leikurinn. Aukareitis við 14 stig og 10 fráköst var Helena einnig með 5 stolna bolta, 4 stoðsendingar og 1 varið skot en Helena fór líka óvarlega með boltann í leiknum og tapaði 10 boltum.
 
María Ben Erlingsdóttir og skólalið hennar UTPA eru ekki að finna taktinn í upphafi tímabils því UTPA hefur tapað fjórum fyrstu leikjum tímabilsins. Nú um helgina mættust UTPA og Long Beach State skólinn þar sem Long Beach State hafði betur 79-56. María var í byrjunarliðinu og gerði 7 stig í leiknum á þeirri 31 mínútu sem hún lék. María var líka með 2 fráköst og 1 stoðsendingu.