Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem hæst bar sigurkörfu Dirk Nowitzkis fyrir Dallas gegn Milwaukee, en hann tryggði sigurinn með laglegri flautukörfu undir lok framlengingar. Einnig þurfti að framlengja hjá Portland og Atlanta þar sem síðrnefnda liðið varð hlutskarpara á endanum og eru þeir nú afar óvænt á toppi Austurdeildarinnar.

 
 
Loks vann Orlando Magic sigur á Charlotte Bobcats.
Hér eru úrslit næturinnar:

 
 
Portland 95
Atlanta 99
 
Charlotte 91
Orlando 97
 
Dallas 115
Milwaukee 113