Grindvíkingar hafa fundið eftirmann Amani Bin Daanish sem þeir létu fara fyrir skömmu. Eftirmaðurinn er ekki ókunnur íslenskum körfubolta, Darrell Flake er á leið til Íslands enn og aftur. Þetta staðfesti Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við karfan.is í dag.
 
 
Friðrik sagði að þeir hafi verið með einn annan í sigtinu en ákveðið að taka mann sem þeir vita hvað getur og er von á Flake nú í vikunni og reiknaði Friðrik með að hann yrði með gegn Breiðablik í Smáranum á fimmtudag.
 
Flake kom upphaflega til KR tímabilið 2002-03, þá lék hann eitt tímabil með Fjölni, svo Skallagrím, Blikum og svo Tindastól þaðan sem hann var sendur heim í fyrravetur. Flake hefur leikið 100 deildarleiki í efstu deild og skorað 23,0 stig að meðaltali í leik.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: Hjalti Árnason