María Ben Erlingsdóttir og bandaríska háskólaliðið hennar UTPA hafa fjarri því verið að finna taktinn í upphafi körfuboltavertíðarninnar vestra en á aðfararnótt fimmtudags tapaði UTPA fimmt leiknum sínum í röð. Liðið hefur tapað öllum leikjunum sínum það sem af er leiktíðinni.
Á aðfararnótt fimmtudags mættust UTPA og North Texas þar sem North Texas fór með 83-73 sigur af hólmi. María var í byrjunarliði UTPA og skoraði 14 stig í leiknum ásamt því að taka 5 fráköst á þeim 29 mínútum sem hún spilaði.
Næsti leikur UTPA er á morgun þar sem UTPA tekur þátt í Lancer Classic mótinu. Á morgun mætast UTPA og Longwood skólinn, á sunnudag er leikið gegn Gardner Webb skólanum.