Meistarar Los Angeles Lakers unnu í nótt sinn fimmta sigur í röð þegar þeir lögðu New Orleans Hornets. Engu virtist skipta þó Pau Gasol og Andrew Bynum hafi verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla og hálft byrjunarliðið hafi leikið undir getu því að bekkurinn skilaði sínu og rúmlega það.
 
Á meðan niðurlægðu Oklahoma City Thunder Orlando Hornets með 102-74 sigri þar sem stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard var sá eini sem vann sér inn fyrir kaupinu sínu. Hið unga og efnilega lið Oklahoma hefur byrjað ágætlega og á örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í ár.
 
Þá átti nýliðinn Tyreke Evans enn einn stórleikinn þegar hann skoraði 23 stig í stórsigri Sacramento Kings á hinu misheppnaða liði Golden State. Í fjarveru Kevins Martin virðist Evans tilbúinn að taka við stjórnartaumunum.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Philadelphia 81
Detroit 88
 
Phoenix 102
Washington 90
 
Orlando 74
Oklahoma City 102
 
Golden State 107
Sacramento 120
 
Minnesota 93
Portland 116
 
New Orleans 88
LA Lakers 104

Tölfræði leikjanna