Það er stórleikur í kvöld í bikarnum þegar UMFG og ÍG munu berjast í Grindavík. Þar sem bæði liðin eru grindvísk þá má búast við mikilli stemningu. Fréttaritari körfunnar heyrði í fyrirliða ÍG, Haraldi Jóni Jóhannessyni sem er viss um að bæjarbúar styðji það lið sem er að vinna hverju sinni og því sé þetta win-win dæmi fyrir heimamenn.
 
 
Hvernig er stemmningin fyrir leikinn? Hún er góð og við erum fullir tilhlökkunar, við erum að mæta idolunum okkar.
 
Mega Grindvíkingar búast við einhverju óvæntu í leiknum? Jafn vel, erum með nokkur járn í eldinum, en ekkert sem verður gefið upp hér.
 
Nú er UMFG búið að tapa nokkrum leikjum i röð, heldur þú að það mun hafa áhrif á þeirra leik? Klárlega, þeir mæta alveg örugglega ekki með neitt varalið í leikinn af því að við erum heitir og með 100 % vinningshlutfall í vetur og þeir vilja sýna Grindvíkingum hver er stóri bróðir
 
Hvort liðið munu Grindvíkingar styðja? Liðið sem er yfir hverju sinni, þetta er win win dæmi.
 
Nú hafa þessi lið mæst einu sinni áður í bikarnum árið 2000 og þá varð Grindavík bikarmeistari, endurtaka þeir leikinn í ár? Ef þeir standast prófið á mánudaginn þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu.
 
Eru einhverjar gamlar hetjur í ykkar liði? Við erum nú flestir strákar sem höfum verið viðloðandi meistaraflokk Grindavíkur í gegnum tíðina og höfum flestir spilað í úrvalsdeildinni, erum meðal annars með Scania King 96 Ásgeir Ásgeirsson innanborðs.
 
Hvernig leggið þið leikinn upp? Það er bara ÍG style, hlaupa og skjóta.
 
Ætlið þið að fá ykkur kana? Nei, ekki fyrst Grindavík lét sinn fara, teljum okkur matcha vel uppá móti þeim.
 
Eitthvað að lokum? Ég vil bara hvetja alla Grindvíkinga og aðra áhugamenn um körfubolta að mæta á borgarslaginn taka þátt í þessari skemmtun með okkur
 
Bryndís Gunnlaugsdóttir
 
Mynd: Gunnar Gunnarsson