Tim Duncan fór fyrir liði SA Spurs í sigri á Milwaukee Bucks í nótt. Bucks hafa verð sjóðheitir að undanförnu, annað en Spurs, en Duncan sýndi gamla takta þar sem hann var með 24 stig og 12 fráköst.
 
Auk þess vann Memphis sigur á Sacramento, LA Clippers unnu Minnesota og Greg Oden var í aðalhlutverki í sigri Portland á Chicago Bulls.
Úrslit næturinnar:
 
Memphis 116 Sacramento 105
San Antonio 112 Milwaukee 98
Portland 122 Chicago 98
LA Clippers 91 Minnesota 87