Nú fyrir stundu var dregið í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins en leikið verður 5. til 7. desember. Ljóst er að 3 lið úr Iceland Express deild kvenna detta út og einungis eitt úr Iceland Express deild karla. Það voru þeir Hjörvar Hafliðason frá Getraunum og Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ sem sáu um dráttinn að þessu sinni.
 
 
Svavar Atli og félagar í TIndastól fengu ekki ósk sína uppfyllta því þeir þurfa að leika á útivelli en mæta Laugdælum.
 
Annars dróst þetta svona:
 
Konur
Grindavík b – Njarðvík
Haukar – Valur
Laugdælir – Stjarnan
Keflavík b – Þór Ak.
Skallagrímur – Fjölnir
Keflavík – Grindavík
KR – Hamar
 
Snæfell situr hjá
 
Karlar
Breiðablik – ÍBV
Skallagrímur – Fjölnir
Grindavík – Ármann
Laugdælir – Tindastóll
Valur – Keflavík
Snæfell – Hamar
Hrunamenn – Njarðvík
KFÍ – ÍR
 
runar@karfan.is