Valsmenn tefla fram nýjum leikmanni gegn Hetti í 1. deild karla en viðureign liðanna hófst fyrir rúmum hálftíma fyrir austan. Byron Davis heitir kappinn og kom til landsins í morgun en hann er leikstjórnandi frá Youngstown State skólanum í Bandaríkjunum.
Davis lék síðan undir stjórn Sigurður Ingimundarsonar hjá Solna áður en hann kom til Íslands. Valsmenn eru í 6.-9. sæti 1. deildar með aðeins einn sigur eftir fjóra leiki en Höttur er í 5. sæti og hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum.
 
Þá mætast einnig ÍA og Haukar í 1. deildinni í kvöld en leikur liðanna fer fram kl. 19:15 á Akranesi.