Ármann hefur samið við John Davis, fyrrum leikmann Breiðabliks í Iceland Express-deildinni, um að leika með liðinu.
John er 1.90 cm framherji og var að skila 20.3 stigum og 9 fráköstum að meðaltali úr þeim 6 leikjum sem hann lék með Blikum í deildinni.
 
John hefur æft með Ármanni síðustu viku og er í finu formi og er tilbúinn fyrir leik kvöldsins en kl. 19.15 mætast Hrunamenn og Ármann á Flúðum.
 
Aðspurður segist John lítast vel á liðið og hlakkar til að geta lagt sitt af mörkum fyrir Ármann.
 
www.armenningar.is
 
Mynd: Gunnar Gunnarsson