Breiðablik hefur borist liðsstyrkur því í morgunsárið lenti Bandaríkjamaðurinn Jeremy Caldwell á Klakanum og er því orðinn leikmaður Kópavogsliðsins. Þetta kemur fram á www.breidablik.is  
Jeremy var að útskrifast frá Jackson State háskólanum vestra og er 203 sm á hæð og rúm 100 kg. Í skólanum setti kappinn 11.7 stig og tók 6.7 fráköst að meðaltali í leik. Jackson State er í fyrstu deild í Bandaríkjunum og þótti Jeremy gríðarlega duglegur varnarmaður og frákastari sem hljóp völlinn mjög vel.
 
Á heimasíðu Blika segir ennfremur að Caldwell sé kærkomin viðbót við leikmannahópinn en á dögunum kom hinn írskættaði leikstjórnandi Jonathan Schmidt í Kópavoginn.