Boston Celtics unnu nauman sigur á Minnestota Timberwolves í nótt og hafa þannig unnið fyrstu sex leiki vetrarins. Denver Nuggets eru einnig taplausir þar sem þeir unnu í nótt sinn fimmta leik. Þá unnu LA Lakers sigur á Houston Rockets í framlengdum leik, en þetta var í annað skiptið á tveimur kvöldum sem þeir sigruðu eftir framlengingu. Kobe Bryant var með 41 stig fyrir Lakers.
 Meðal annarra úrslita má nefna að Orlando vann öruggan sigur á Phoenix og New Orleans Hornets unnu sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
 
Detroit 99
Toronto 110
 
Phoenix 100
Orlando 122
 
Miami 93
Washington 89
 
Denver 122
New Jersey 94
 
Indiana 101
New York 89
 
Boston 92
Minnesota 90
 
LA Lakers 103
Houston 102
 
Dallas 107
New Orleans 114
 
Atlanta 113
Sacramento 105
 
Memphis 105
Golden State 113