Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við John Davis og heldur hann til síns heima á næstu dögum. Ljóst þykir að Davis hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem félagið og stuðningsmenn þess gerðu til hans auk þess sem tilfinnanlega vantar hávaxnari leikmann í leikmannahópinn. Verið er að vinna í að styrkja liðið i kjölfar þessarar ákvörðunar og eru yfirgnæfandi líkur á að í stað hans komi serbneski miðherjinn Bojan Popovic og skotbakvörðurinn Josh Porter frá Lousiana State Shreveport háskólanum.
Bojan ætti að vera einhverjum kunnur en hann lék með KFÍ tvö tímabil á árunum 2005-2007. Hann er 209 sentimetrar á hæð og lék síðasta tímabil í efstu deild í Bosníu þar sem hann var með 14.7 stig og 8.5 fráköst að meðaltali.
 
Josh Porter lék síðasta tímabil í Pro A deildinni í Þýskalandi með Cuxhaven Bascats þar sem hann var með 11.6 stig og 4.7 fráköst að meðaltali. Árið á undan lék hann með háskólaliði Lousiana State í Shreveport. Þar var hann valinn leikmaður ársins af Basketball Times í NAIA fyrstu deildinni og var með 21.9 stig og 4.6 fráköst.
 
Ekki er ljóst á þessari stundu hverær tilskilin leyfi fást fyrir leikmennina tvo en ólíklegt verður að teljast að þeir nái að spila fyrr en í leik Breiðabliks gegn Hamri 30. nóvember.
 
www.breidablik.is

Mynd Gunnar Gunnarsson