Bárður Eyþórsson hefur verið ráðinn þjálfari U-18 ára landsliðs drengja en sá hópur samanstendur nú af drengjum sem fæddir eru 1992 og 1993.
Bárður mun á næstu dögum boða þá drengi til æfinga sem hann velur í landsliðið en æfingar verða í kringum jólin eins og hjá öðrum unglinalandsliðum.
 
Verkefni U-18 ára liðs drengja á næsta ári verður þáttaka í Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð.