Þorlákshafnar-Þórsarar halda áfram að púsla saman liði sínu til að vera með í toppbaráttunni í 1. deild.
 
Á dögunum sendu þeir Zach Allender heim eins og greint var frá hér á karfan.is en nú hafa þeir fengið til liðs við sig Magnús Pálsson Fjölnismann.
 
Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.
Magnús er eins og fyrr segir uppalinn Fjölnismaður að upplagi, 24 ára og lék 17 unglingalandsleiki.
 
Það er mikill styrkur fyrir Þórsara að fá Magnús en hann var næst stigahæsti leikmaður þeirra í kvöld er þeir töpuðu fyrir Val 81-87.