Síðasta laugardag var leikið í b-riðli 10. flokks stúlkna. Þessi flokkur er fyrir stelpur fæddar árið 1994. Sökum leikmannafæðar þurftu flest liðin í mótinu að notast einnig við yngri leikmenn.
Í Valsliðinu er stúlka sem heitir Margrét Ósk Einarsdóttir. Magga er fædd árið 1996 og er því í 8. flokki. Hún er mjög áhugasöm um íþrótt sína, búin að æfa lengi og er mikill Valsari. Á ferlinum hafa nær allir leikir sem hún hefur leikið verið á móti eldri leikmönnum og það hefur aðeins eflt hana.
 
Magga leikur sem bakvörður og er komin með ágæt langskot. Í síðasta leik mótsins var hún mjög heit og huguð og negldi niður átta þriggja stiga körfum í fjórtán tilraunum. Í leikjunum tveimur á undan var Magga rólegri og var aðeins með þrjá þrista.
 
Myndin sýnir að Margrét er með fallegt skot