Ari Gylfason leikmaður FSu staðfesti í samtali við karfan.is nú fyrir stundu að hann hafi yfirgefið herbúðir þeirra og ætli að reyna fyrir sér með sunnlensku 1. deildarliði.
 
 
Ari sagði að hann hafi hætt fyrir viku síðan, ákveðið að leita á önnur mið. Þá sagði hann að valið stæði milli tveggja liða og á morgun kæmist á hreint hvort það yrðu Hrunamenn eða Þórsarar í Þorlákshöfn sem myndu njóta krafta hans.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson