Stjórn KKD Þórs í Þorlákshöfn hefur sagt upp samningi sínum við erlenda leikmanninn Zach Allender. Þetta kemur fram á www.thorkarfa.com og segir ennfremur að Allender hafi ekki þótt standa undir væntingum.
Á heimasíðu Þorlákshafnar Þórsara segir að Allender hafi nú þegar hætt að æfa og spila með liðinu en ekki kemur fram hvort félagið hyggji á að fá nýjan erlendan leikmann til liðsins. Þór er í 4. sæti 1. deildar með fimm sigra og tvo tapleiki.
 
Allender var með 19,7 stig, 8,4 fráköst og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik í þeim sjö leikjum sem hann lék með Þór.
 
Ljósmynd/ Frá viðureign Hauka og Þórs úr Þorlákshöfn en þar var Allender aðeins með 7 stig og Þórsarar fengu rassskellingu.