Áttunda umferð Iceland Express-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Keflavíkur og Grindavíkur. Suðurnesjaviðureignirnar eru ávallt áhugaverðar og er engin undantekning í kvöld.
 
Grindvíkingum sem var spáð frábæru gengi í vetur hikstaði á köflum en er komnir aftur á flug. Keflvíkingar eru í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt KR með aðeins einn tapleik á bakinu.
Botnlið FSu fær ÍR-inga í heimsókn á Selfoss. Selfyssingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda en þeir hafa ekki unnið leik í vetur. ÍR-ingar þurfa einnig á sigri að halda ef þeir ætli sér einhverja hluti í vetur.
 
Í Grafarvogi taka Fjölnismenn á móti Hamri og með sigri geta Grafarvogsbúar klifrað upp úr fallsæti en með sigri gestanna fara þeir ofar í töfluna og tryggja sig enn betur í deildinni.
 
Leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.
 
Mynd: nonni@karfan.is