Nýliðinn Brandon Jennings átti ótrúlegan leik fyrir Milwaukee Bucks í nótt þegar hann skoraði 55 stig í sigri á Golden State Warriors, þar af 45 í seinni hálfleik. Jennings hitti m.a. úr sjö af átta þriggja stiga skotum sínum og braut með þessu nýliðamet Kareem Abdul Jabbar sem gerði 51 stig í upphafi árs 1970. Nýliðametið á Wilt Chamberlain sem skoraði 58 stig árið 1960.
 
Á meðan töpuðu Boston Celtics sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers unnu Utah.
Boston vantaði nokkra menn af bekknum vegna meiðsla og Paul Pierce var ekki að leika af fullum krafti sökum eymsla í hné. Það nýttu Pacers sér og með góðri vörn og fyrirtaks leik frá Danny Granger sigur þeir framúr á lokasprettinum og fögnuðu góðum sigri. Ýmislegt gekk á í leik liðanna í fyrra þar sem Granger missti m.a. tvær framtennur í hasarnum. Í leikslok í nótt sagði hann að væri sáttur því að allt hafi gengið upp og hann hafi haldið öllum tönnunum í þetta sinn.
 
Sigur Cleveland á Utah í nótt var þeirra fjórði í röð eftir misjafna byrjun í vetur en það kemur ekki á óvart hver var maðurinn á bak við sigurinn. LeBron James hafði átt frekar slakan leik á sinn mælikvarða og ekki bætti úr skák að Shaquille O’Neal var fjarverandi með minniháttar meiðsli. James tók sig hins vegar saman í andlitinu og skoraði 7 stig á síðustu 30 sek leiksins og kom sínum mönnum í höfn.
 
Utah vantaði einnig lykilmann í sitt lið. Deron Williams, sem hefur verið fjarverandi vegna veikinda dóttur sinnar.
 
Hér eru úrslit næturinnar
 
New Orleans 98
Atlanta 121
 
Boston 104
Indiana 113
 
Detroit 106
Washington 103
 
Portland 80
Charlotte 74
 
Utah 103
Cleveland 107
 
New Jersey 80
Miami 81
 
Philadelphia 88
Chicago 94
 
Minnesota 87
Memphis 97
 
Oklahoma City 101
San Antonio 98
 
Golden State 125
Milwaukee 129
 
 
Mynd/AP – Brandon Jennings kátur í leikslok