Tveir síðustu leikirnir í 32 liða úrslitum Subwaybikarkeppni karla lýkur í kvöld þar sem m.a. verður boðið upp á innansveitarkróniku í Grindavík.
ÍG tekur á móti Grindavík í Röstinni og ljóst að baráttan um Grindavík verður hörð. Þá verður mótlætið ekki síðra fyrir Álftnesinga sem taka á móti Snæfell á Álftanesi. Fyrirfram þykir nokkuð víst að bæði Grindavík og Snæfell muni hér vinna stórsigra en þetta er bikarinn og þá er aldrei hægt að slá neinu föstu.
 
Viðureign ÍG og Grindavíkur hefst kl. 19:15 í Röstinni í Grindavík en leikur Álftaness og Snæfells fer fram kl. 19:45 á Álftanesi.
 
Hér að neðan má svo sjá þau lið sem þegar hafa tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.
 
1. Ármann
2. Njarðvík
3. Skallagrímur
4. Laugdælir
5. KFÍ
6. ÍBV
7. UMFH
8. Tindastóll
9. Breiðablik
10. Valur
11. ÍR
12. Hamar
13. Keflavík
14. Fjölnir
15. ?
16. ?