21:14

{mosimage}

Nýliðar Fjölnis í IcelandExpress deild karla hafa ráðið kana fyrir veturinn, sá heitir Zachary Johnson og er nýútskrifaður úr Carleton háskólanum. Frá þessu er greint á heimasíðu Fjölnis.

Zachary þessi er kraftframherji sem hefur skorað mikið fyrir Carleton skólann undanfarin fjögur ár en skólinn leikur í NCAA III. Á lokaárinu skoraði kappinn 22,8 stig í leik og tók 6,2 fráköst.

Von er á honum í byrjun september.

runar@karfan.is

Mynd: Zachary Johnson