14:39
{mosimage}
(Telma Fjalarsdóttir kemur ný inn í landsliðið)
Henning Henningsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfuknattleik kynnti í dag þá 12 leikmenn sem skipa munu landsliðshópinn í síðari hluta Evrópukeppninnar. Kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið leikur í B-deild og hefur leik um helgina á útivelli gegn Sviss. Að þessu sinni eru tveir nýliðar í hópnum en það eru þær Telma B. Fjalarsdóttir, Haukum og Hafrún Hálfdánardóttir Hamri.
Að loknum fyrri hlutanum í B-deild Evrópukeppninnar er Ísland í fimmta og næstneðsta sæti A-riðils en liðið vann einn sigur og tapaði fjórum leikjum í fyrri hlutanum. Sigurinn kom gegn Sviss hér á heimavelli en Svisslendingar eru einmitt næstu mótherjar íslenska liðsins. Konurnar hefja leik um helgina kl. 18:00 í Sviss eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Leikmenn Íslands (hópurinn sem kynntur var í dag):
Nr. 4: Signý Hermannsdóttir, KR
Nr. 5: Hafrún Hálfdánardóttir, Hamar
Nr. 6: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
Nr. 7: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar
Nr. 8: Guðrún Ósk Ámundadóttir, Haukar
Nr. 9: Telma Björk Fjalarsdóttir, Haukar
Nr. 10: Hildur Sigurðardóttir, KR
Nr. 11: Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Nr. 12: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Hamar
Nr. 13: Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamar
Nr. 14: Helena Sverrisdóttir, TCU
Nr. 15: María Ben Erlingsdóttir, UTPA
Þá er Jóhanna Sveinsdóttir leikmaður KR einnig í hópnum en hún fer ekki með landsliðinu til Sviss.
Leikjaplan kvennalandsliðsins:
15. ágúst kl. 16:00 (Ísl. tími)
Sviss-Ísland
19. ágúst kl. 19:15 að Ásvöllum
Ísland-Holland
22. ágúst kl. 18:00 (Ísl. tími)
Slóvenía-Ísland
26. ágúst kl. 19:15 að Ásvöllum
Ísland-Írland
29. ágúst. 14:00 í Smáranum í Kópavogi
Ísland-Svartfjallaland
Staðan í riðlinum
1. Svartfjallaland
2. Holland
3. Írland
4.Slóvenía
5. Ísland
6. Sviss
nonni@karfan.is
Mynd: stebbi@karfan.is