21:30

{mosimage}
(Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Íslandi í dag)

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Sviss í dag í B-deild Evrópukeppninnar 70-68. Íslensku stelpurnar voru yfir þegar skammt var til leiksloka en þær svissnesku skoruðu síðustu tvö stig leiksins og höfðu sigur.

Birna Valgarðsdóttir var með 23 stig en hún var stigahæst. Signý Hermannsdóttir var með tvennu 10 stig og 12 fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði aðeins fjögur stig en hún var í villuvandræðum í leiknum og fór útaf með fimm villur í lok þriða leikhluta.

Önnur úrslit í riðlinum voru að Svartfjallaland vann Írland 67-70 og Holland vann Slóveníu 69-58.

Staðan í riðlinum eftir sex leiki:

1. Svartfjallaland 6/0 12 stig
2. Holland 5/1 11 stig
3. Írland 3/3 9 stig
4. Slóvenía 2/4 8 stig
5. Ísland 1/5 7 stig
6. Sviss 1/5 7 stig

emil_sig@hotmail.com

mynd: nonni@karfan.is