22:52

{mosimage}
(Helena Sverrisdóttir skoraði manna mest fyrir Ísland í dag eða 19 stig)

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu í dag í B-deild Evrópukeppninnar. Lokatölur 74-60 en Ísland var með átta stiga forystu í upphafi seinni hálfleiks.

Leikurinn var afar sveiflukenndur en til að mynda leiddi Slóvenía 19-5 eftir sex mínútur en svo var Ísland búið að minnka muninn og komast yfir í hálfleik.

Í seinni hálfleik skoruðu stelpurnar fyrstu átta stigin og leikur Íslands á fínni siglingu. En þá kom risa áhlaup hjá Slóveníu og þær settu á örskömmum tíma 19 stig og leiddu eftir þrjá leikhluta 53-43.

Íslensku stelpurnar náðu ekki að ógna heimastúlkum almennilega í lokaleikhlutanum og Slóvenía vann 74-60 eins og fyrr segir.

Að vanda var Helena Sverrisdóttir allt í öllu hjá Íslandi en hún var stigahæst með 19 stig en einnig gaf hún sjö stoðsendingar, tók fjögur fráköst og stal þremur boltum. Birna Valgarðsdóttir setti 17 stig.

Næstu tveir leikir Íslands eru á heimavelli en á miðvikudag mæta þær Írlandi á Ásvöllum kl. 19:15 og næsta laugardag mæta þær Svartfjallalandi í Smáranum kl. 14:00.

mynd: stebbi@karfan.is