20:55

{mosimage}

Íslendingar biðu lægri hlut fyrir Svartfellingum í Svartfjallalandi nú fyrir stundu, 102-58. Eins og fram hefur komið í dag hafa mikil veikindi hrjáð íslenska liðið og mátt það sín greinilega lítils gegn gríðarlega öflugu liði Svartfjallalands.

Heimamenn byrjuðu gríðarlega vel en Íslendingar komu til baka og virtist íslenska liðið hanga í andstæðingunum framan af en í seinni hálfleik stungu heimamenn svo af og uppskáru 42 stiga sigur.

Logi Gunnarsson var stigahæstur Íslendinga með 12 stig en þeir Helgi Magnússon og Sigurður Þorsteinsson skoruðu 10 stig hvor auk þess sem Sigurður tók 9 fráköst. Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig snemma í leiknum en veikindin háðu honum greinilega og hann spilaði aðeins 14 mínútur.

Hollendingar unnu Dani á heimavelli í kvöld 82-54 og hanga því enn í baráttunni um besta annað sætið en leikur Íslands og Austurríki á laugardag í Smáranum verður úrslitaleikur um þriðja sætið.

runar@karfan.is

Mynd: stebbi@karfan.is