20:30
{mosimage}
Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn og spænski landsliðsmaðurinn Jorge Garbajosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við Real Madrid. Garbajosa kemur frá Khimki í Rússlandi en áður en hann kom til þeirra lék hann með Toronto Raptors í NBA-deildinni.
Garbajosa er einn sterkasti leikmaður Evrópu en hann var lykilleikmaður með Benetton Treviso á Ítalíu áður en hann fór í NBA-deildina árið 2006.
hann varð ítalskur meistari með Treviso 2002 og 2003 og bikarmeistari 2004. Treviso spilaði til úrslita í meistaradeildinni árið 2003.
Spánverjinn Garbajosa átti ágætis feril í NBA en meiðsli setti strik í reikninginn hjá honum tímabilið 2007-08 og náði hann aðeins að spila sjö leiki það ár. Árið eftir fór hann til Rússlands.
Garbajosa er 31 árs gamall og var lykilmaður þegar Spánverjar urðu heimsmeistarar árið 2006.
mynd: AP