00:14

{mosimage}

Stórstjarna Þjóðverja, Dirk Nowitzki, verður ekki með löndum sínum á Evrópumótinu í Póllandi í næsta mánuði. Mark Cuban eigandi, Dallas Maverics, liðs Nowitzkis í NBA-deildinni vill að hann hvíli en Nowitzki hefur spilað undanfarin 11 ár með þýska landsliðinu.

Mark Cuban sagði við fjölmiðla að ákveðið hafi verið eftir Ólympíuleikana í fyrra að Nowitzki hvíldi í ár með þýska landsliðinu. Nowitzki vill sjálfur spila í næsta mánuði en mun þó standa við orð sín. ,,Ég hefði glaður spilað,” segir Nowitzki í tilkynningu frá þýska körfuknattleikssambandinu. ,,En ég skil afstöðu Mark Cuban og stend við mín orð.”

Það er ljóst að þetta er mikill missir fyrir þýska liðið enda er Nowitzki þeirra sterkasti leikmaður.

Þrátt fyrir þessa afstöðu Dallas Mavericks segja forráðamenn þýska sambandsins að enginn illindi séu á milli og mæra þeir Mark Cuban og Dallas Mavericks fyrir gott samstarf undanfarin 10 ár. Í yfirlýsingu þýska sambandins segir. ,,Við höfum unnið með Mark Cuban og Dallas Mavericks undanfarin 10 ár. Þeir eru frábærir og áreiðanlegir samstarfsaðilar sem hafa alltaf gert Dirk það mögulegt að leika með landsliðinu.”

{mosimage}

Landsliðsferill Nowitzki er ekki á enda og er hann aðeins í fríi frá landsliðinu. Nowitzki var valinn mikilvægasti leikmaður Evrópumótsins árið 2005 þegar Þýskaland vann til silfurverðlauna.

Dirk Bauermann, þjálfari Þýskalands, segir lið sitt verða fyrir gífurlegum missi enda er hann að missa sinn besta leikmann. Nú verði að endurskoða væntingar og markmið næsta mánaðar.

Þrátt fyrir þetta hvetur hann stuðningsmenn Þýskalands að fjölmenna á leiki liðsins í Póllandi enda ekki langt fyrir marga Þjóðverja að sækja leiki sinna manna.

Bauermann er einnig vongóður um að fá jákvæð svör hvort að Chris Kaman leiki með Þýskalandi en meislavandræði hafa sett mikin strik í reikninginn hjá Kaman. Hann lék með Þýskalandi á Ólympíuleikunum síðasta sumar en það voru hans fyrstu landsleikir fyrir Þýskaland.

stebbi@karfan.is

myndir: AP og Fiba Europe