13:46
{mosimage}

(Krakkarnir hópuðust að bikartitlinum og vildu ólm hefja hann á loft)

Um þessa helgi fer fram Körfuboltaskóli Stjörnunnar í samvinnu við meistaraflokka Stjörnunnar í körfuknattleik. Skemmst er frá því að segja að í dag hefur verið mikið líf í Ásgarði þar sem rúmlega 100 krakkar mættu í körfuboltaskólann.

Æfingar og leikir fóru fram í stóra og litla sal í Ásgarði þar sem leikmenn meistaraflokka félagsins ásamt þjálfurum yngri flokka stóðu að æfingunum. Körfuboltaskólinn heldur áfram á morgun frá kl. 10-13 en ljóst er að aðstandendur skólans verða að draga einhverja flugeldasýningu upp úr rassvasanum eftir daginn í dag.

Subwaybikarmeistaratitill Stjörnunnar fékk að ganga krakka í millum og vakti hann mikla athygli og kátínu hjá krökkunum og það var auðséð á skipuleggjendum að þeim þótti uppátækið ekki síður skemmtilegt enda titillinn í fersku minni í Garðabæ sem fyrsti stórtitill körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.

nonni@karfan.is

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}