11:30

{mosimage}

NBA-deildin og meistaradeild Evrópu(Euroleague) hafa unnin náið saman undanfarin ár og með hverju árinu verður samstarfið nánara. Í ár fara lið úr meistaradeildinni til Bandaríkjanna og etja kappi við NBA-lið. Gríska liðið Olympiacos og Partizan Belgrad frá Serbíu halda til Bandaríkjanna í október.

Keppnisferðlag liðanna nefnist Euroleague America Tour og verður fyrsti leikurinn 3. október þegar Partizan sækir Denver Nuggets heim. Næsti leikur Partizan verður svo gegn Phoenix þann 6. október.

Olympiacos mæta San Antonio 9. október og þremur dögum seinna spila þeir gegn Cleveland.

Einnig mun Maccabi Tel Aviv sem spilar í meistaradeildinni halda til Bandaríkjanna til að spila æfingaleiki. 18. október spila þeir við New York og tveimur dögum seinna verða þeir í Los Angeles og spila gegn Clippers.

Í október verða NBA-lið á ferð í Evrópu en Chicago og Utah spila 6. október í O2-höllinni í London. Þann 8. október halda Utah menn til Madrídarborgar til að etja kappi við Real Madrid í Palacio de Deportes-höllinni.

stebbi@karfan.is