13:35
{mosimage}

Nú fyrir helgi lauk umspili um laust sæti á lokakeppni EM 2009. Þar með er orðið ljóst hvaða lið munu leika um Evrópumeistaratitilinn í Póllandi 7.-20.september næstkomandi. Belgar og Frakkar léku til úrslita um síðasta lausa sætið á mótinu og nokkuð óvænt unnu Belgar 70:66 fyrri leikinn á heimavelli en Tony Parker og félagar unnu seinni leikinn örugglega 92:54 og því samanlagt 158:124. www.kki.is greinir frá.

Frakkar verða í riðli með Þýskalandi, Lettlandi og ríkjandi evrópumeisturum Rússlands. Leikið er í fjórum riðlum og verður spennandi að sjá hvernig leikar þróast á mótinu.

A-riðill
Makedónía · Króatía · Ísrael · Grikkland

B-riðill
Rússland · Frakkland · Þýskaland · Lettland

C-riðill
Bretland · Serbía · Spánn · Slóvenía

D-riðill
Pólland · Tyrkland · Litháen · Búlgaría

www.kki.is