07:37
{mosimage}

Landsleikjatvíhöfði fer fram í Smáranum í Kópavogi í dag þegar íslensku karla- og kvennalandsliðin ljúka leik í Evrópukeppninni að sinni. Kvennaliðið mætir Svartfellingum kl. 14 og strax að þeim leik loknum mætast Ísland og Austurríki í karlaflokki kl. 16.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem landsleikjatvíhöfði A-landsliðanna fer fram og af því tilefni verða þeir leikmenn sem skipuðu fyrsta landslið Íslands fyrir 50 árum heiðursgestir á leiknum.

Fjölmennum á völlinn í dag og styðjum Ísland til sigurs.

Kvennaleikur:
Ísland-Svartfjallaland
Kl. 14:00
Karlaleikur
Ísland-Austurríki
Kl. 16:00
nonni@karfan.is