8:04

{mosimage}

Hamarsstúlkur í Hveragerði hafa fengið til liðs við sig bandarísku stúlkuna Koren Schram en hún kemur frá Ivy league skólanum Dartmouth og er bakvörður. Hún lék því í þrjú ár í sama skóla og Michael Giovacchini sem nýlega samdi við Tindastól.

Í samtali við karfan.is sagði Koren: „Ég er mjög spennt að fara að spila með Hamri. Í sannleika sagt þá hafði mér ekki einu sinni dottið Ísland í hug þegar ég ákvað að fara til Evrópu að spila en þegar Ágúst þjálfari hafði samband við mig þá varð ég heilluð af hugmyndinni. Mig hefur alltaf langað til Íslands og að fá að spila körfubolta þar er bara „win-win“ fyrir mig.“ Aðspurð um hvort hún hafi leikið áður utan Bandaríkjanna segir Koren: „Nei, þetta er í fyrsta skipti en ég hef heyrt að Ágúst þjálfari sé frábær. Ég hef heyrt að margir þjálfarar og leikmenn hafi skipt um lið í sumar en ég á von á að Hamar sé með gott lið sem gerir atlögu að meistaratitlinum og ég ætla að leggja mitt að mörkum til að ná því.“

Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars segir að Koren komi frá góðum skóla sem hefur unnið Ivy league þrjú af þeim fjórum árum sem Koren var þar. Að auki sagði hann: „Hún er mikil þriggja stiga skytta sem spilaði stöðu skotbakvarðar fyrstu þrjú árin í skólanum en leikstjórnanda á lokaárinu en þá stöðu mun hún einmitt leysa hjá okkur.“ Þegar Ágúst var spurður um hvort hann væri búinn að fullmannaliðið sagði hann: „Við erum búin að manna allar stöður en leikmannahópurinn er ekki alveg fullmannaður, það vantar 2-3 leikmenn í viðbót.“

runar@karfan.is

Mynd: Koren Schram