07:00
{mosimage}

(Kvennalandsliðið mætir því hollenska að Ásvöllum í kvöld)

Íslensku karla- og kvennalandsliðin í körfuknattleik halda áfram keppni í B-deild Evrópukeppninnar í dag. Kvennaliðið tekur á móti Hollandi að Ásvöllum kl. 19:15 í kvöld en karlaliðið hefur leik í síðari hlutanum er það mætir Dönum ytra kl. 17:15 að íslenskum tíma. Eini sigur karlaliðsins í fyrri hluta keppninnar kom einmitt á móti Dönum hér heima á Íslandi svo von er á miklum slag enda voru aðeins sex stig sem skildu liðin að í síðasta leik.

Kvennaliðið mátti sætta sig við nauman ósigur í fyrsta leik síðari hlutans er það heimsótti Sviss um síðustu helgi. Lokatölur leiksins voru 70-68 Svisslendingum í vil. Karlaliðið vann einvörðungu einn leik í fyrri hluta keppninnar og var það einmitt gegn Dönum en liðin mætast í Danmörku kl. 17:15 í dag.

Á heimasíðu FIBA Europe verður hægt að fylgjast með leikjunum í beinni tölfræðilýsingu:

Karlaleikurinn: http://www.eurobasket2009.org/en/cid_toT,ovGDH2EaLKL67XnPo2.pageID_TPN6UdELJPkAxYd5G1AGF1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2009.html

Kvennaleikurinn: http://www.eurobasketwomen2009.com/en/cid_X6FnqP4DGbURoW6MX7dzD2.pageID_fBzdXFOEJU-UWMEdXaZC-3.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2009.html

Fjölmennum á Ásvelli í kvöld og styðjum íslenska kvennaliðið til sigurs!

nonni@karfan.is