20:55

{mosimage}
(Sarunas Jasikevicius er margfaldur Evrópumeistari)

Ein helsta stjarna Evrópuboltans Litáinn Sarunas Jasikevicius hefur framlengt samning sinn við Evrópumeistara Panathinaikos um eitt ár með möguleika á framlengingu. Jasikevicius er einn dáðasti körfuknattleikskappi Litháa frá upphafi en hann er eini leikmaður sögunnar sem hefur unnið Meistaradeildina(Euroleague) með þremur liðum, Barcelona(2003), Maccabi Tel Aviv(2004 og 2005) og Panathinaikos(2009).

Litháinn snjalli er 33 ára og því kominn á seinni hluta ferils sins. Er talið jafnvel að hann klári ferilinn í Grikklandi en hann hefur leikið víða á ferli sínum.

Hann er búinn að leika tvö ár með Panathinaikos á þeim tíma hefur liðið unnið hvern titilinn á fætur öðrum en þeir voru Grikklandsmeistarar 2007-08 og 2008-09 sem og bikarmeistarar í Grikklandi. Í vetur náðu þeir þrennunni eftirsóttu þegar þeir unnu Meistaradeildina.

Lið Panathinaikos er afar vel mannað en ásamt því að framlengja við Jasikevicius hefur liðið tryggt sér þjónustu eins efnilegasta leikmann Grikklands en Georgios Bogris hefur skrifað undir þriggja ára samning við þá grænu.

Bogris var lykilmaður í liði Grikklands sem varð Evrópumeistari í U20 nú fyrr í sumar. Risinn Bogris var stigahæsti leikmaður Grikklands með 14.6 stig í leik á mótinu en hann er 2.10 metrar á hæð.

myndir: fibaeurope.com

{mosimage}
(Ungstirnið Georgios Bogris verður í grænu á næsta ári)