10:14
{mosimage}

(Allen Iverson)

Svo gæti farið að stjörnuleikstjórnandinni Allen Iverson myndi leika með Memphis Grizzlies á næstu leiktíð. Chris Wallace framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies hefur þó verið ómyrkur í máli en hefur gefið út að félagið hafi tjáð leikmanninum áhuga sinn.

Í síðustu viku hafði Iverson það á orði að Memphis hefðu sýnt honum áhuga en Chris Wallace vill ekki staðfesta hvort Iverson hafi verið gert leikmannatilboð eður ei.

Memphis Grizzlies höfnuðu í 11.-12. sæti Vesturstrandarinnar ásamt Minnesota Timberwolves á síðustu leiktíð með 24 sigra og 58 tapleiki. Leikmannaferill Iverson í NBA deildinni spannar 14 ár og lengstum lék hann með Philadelphia eða frá 1996-2006 en þaðan fór hann til Denver Nuggets og ekki fyrir svo löngu síðan gekk hann í raðir Detroit Pistons. Hvar hann verður á næstu leiktíð er óvíst en ljóst er að Memphismenn hafa áhuga.

nonni@karfan.is