13:26

{mosimage}

Þessa dagana fara fram Heimsleikar lögreglu og slökkviliðsmanna í Bresku Kolumbíu í Kanada. Ísland teflir fram körfuboltaliði í 3á3 keppni mótsins og endaði liðið í öðru sæti eftir úrslitaleik við lið slökkviliðsmanna frá Kanada.

Íslenska liðið var skipað lögreglumönnunum Baldri Ólafsson úr KR, Magna Hafsteinssyni úr Fjölni og Guðmundir Hjörvari Jónssyni en að auki voru slökkviliðsmennirnir Hermann Maggyarson úr Ármanni, Viðar Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson  en þjálfari var Jón Ólafur Jónsson úr Snæfell.

Keppnin hófst með riðlakeppni þar sem voru fjórir riðlar og fjögur lið í hverjum riðli. Íslenska liðið sem kallaði sig ICESAVE í keppninni mætti ítölsku liði og tveimur kanadískum liðum og vann alla leikina. Í 8 liða úrslitum beið spænskt lið sem ICESAVE vann með 15 stigum og í undanúrslitum mættu þeir liði fangavarða frá Kanada og eins og fyrr segir voru það slökkvuliðsmenn frá Kanada sem biðu í úrslitum. Leikurinn endaði 52-51 fyrir Kanadamennina en ICESAVE átti lokaskotið sem geigaði. Stigahæstur Íslendinga í úrslitaleiknum var Magni Hafsteinsson með 34 stig en besti leikmaður Kanadamannanna skoraði 35-40 stig í leik í mótinu en þess má geta að hann lék sem atvinnumaður í Evrópu í nokkur ár.
Þá eru sumir leikmenn liðanna í mótinu fyrrverandi leikmenn í NCAA I deildinni.

{mosimage}

Heimsleikar þessir eru geysistórt mót en keppendur eru yfir 10.000 frá rúmlega 50 löndum. Hægt er að lesa um mótið og finna úrslit á heimasíðu þess. Næsta mót verður í New York eftir tvö ár.

runar@karfan.is

Myndir: Valdimar Gunnarsson