20:06
{mosimage}

(Birna hefur farið vasklega fram fyrir Íslands hönd í fyrri hálfleik)

Staðan er 35-25 Íslandi í vil gegn Írum í Evrópukeppni kvenna þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Íslenska liðið hefur leikið af mikilli festu og vörnin hefur verið til mikillar fyrirmyndar.

Staðan að loknum 1. leikhluta var 16-12 Íslandi í vil og hálfleikstölur 35-25. Írar fóru nokkuð ósáttir inn í leikhlé enda var dæmd af þeim flautukarfa undir lok fyrri hálfleiks.

Helena Sverrisdóttir er með 11 stig fyrir Ísland í hálfleik og næst henni er Birna Valgarðsdóttir með 10 stig. Hjá Írum hafa þær Michelle Fahy og Lindsay Peat gert sín hvor 6 stigin.

Íslenska karlaliðið er nú statt í Svartfjallalandi og leikur þar gegn heimamönnum. Síðustu tölur að utan voru 69-46 Svartfellingum í vil.

Nánar síðar…

nonni@karfan.is