12:42
{mosimage}

Nú er langt liðið á tímabilið í WNBA deildinni og um þessar mundir eru það Indiana Fever (austur) og Phoenix Mercury (vestur) sem leiða deildina. Indiana hefur reyndar tapað síðustu tveimur leikjum sínum en hafa 19 sigra og 7 tapleiki. Phoenix eru með 18 sigra og 9 tapleiki. En það er Seimone Augustus leikmaður Minnesota Lynx sem leiðir deildina í stigaskori með 21 stig að meðaltali í leik.

Venjulegri deildarkeppni í WNBA deildinni lýkur svo 23. september næstkomandi og þá tekur við úrslitakeppnin.

Staðan í deildinni:

Austur:
Indiana
Atlanta
Connecticut
Washington
Chicago
Detroit
New York

Vestur:
Phoenix
Seattle
Los Angeles
San Antonio
Minnesota
Sacramento

Fjórir leikir eru svo á dagskrá annað kvöld og verður m.a. hægt að sjá viðureign Chicago og Los Angeles á ESPN 2.

nonni@karfan.is