16:55
{mosimage}
(Pavel Ermolinskij hefur stjórnað íslenska liðinu eins og herforingi)
Íslendingar leiða með 28 stigum, 59-31, gegn Hollendingum í hálfleik. Allt hefur gengið íslenska liðinu í hag í fyrri hálfleik, en að sama skapi hafa Hollendingar ekki sýnt neitt sem gæti gert þá bjartsýna varðandi seinni hálfleikinn.

Hollendingar hófu þó leikinn betur og leiddu framan af fyrsta leikhluta, en túrbókafli frá Jóni Arnóri Stefánssyni breytti stöðunni úr 8-9 í 18-9.  Íslenska liðið hefur ekki horft til baka eftir þetta og hafa leikið hreint frábærlega, bæði í vörn og sókn.  Mestur varð munurinn 28 stig undir lok hálfleiksins, en hittni íslenska liðsins hefur verið til fyrirmyndar á meðan Hollendingar hafa verið í mestu vandræðum með að finna körfuna hvaðan sem er af vellinum, nema ef vera kynni af vítalínunni.

Jón Arnór hefur leikið eins og engill, er kominn með 21 stig.  Páll Axel er honum næstur með 15 stig, öll úr þriggja stiga skotum en 5 af 7 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið.  Pavel Ermolinskij hefur einnig leikið frábærlega og er með 7 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst.

Texti: Snorri Örn
Mynd: Stefán Þ. Borgþórsson