16:26
{mosimage}
(Óvíst er hvort Henning verði áfram með landsliðið)
,,Ég er ekki sáttur, ég er ósáttur, við lögðum upp með að ná þremur sigrum í síðari hluta keppninnar og það var raunhæft en við náðum því ekki og einn sigur er ekki ásættanlegt,“ sagði Henning Henningsson landsliðsþjálfari í samtali við Karfan.is eftir 62-77 ósigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik.
,,Þetta er ekki nægilega góður árangur en ég segi að landsliðshópurinn sem slíkur geti vel verið skipaður um 20 leikmönnum sem eru í sama gæðaflokki og skipuðu liðið okkar í dag. Þannig að við þurfum ekki að kvarta yfir því að einhverjar gefi ekki kost á sér, það koma bara aðrar í staðinn,“ sagði Henning en hvað með hann sjálfan? Ætlar hann að gefa áfram kost á sér sem landsliðsþjálfari A-landsliðsins?
,,Ég er ekki farinn að hugsa út það en næsta verkefni er Haukaliðið í kvennaboltanum. Ég fer í það eftir helgina þar sem ég á núna tvo daga í frí og ég ætla að njóta þess,“ sagði Henning svo frá og með deginum í dag er óvíst hver tekur við kvennalandsliðinu.